This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Fréttatilkynning

Íslensk fyrirtæki í lykilhlutverki í nýrri alþjóðlegri jafnlaunavottun

Orkuveita Reykjavíkur og Landspítali munu ásamt nokkrum evrópskum brautryðjendum taka þátt í alþjóðlegri jafnlaunavottun á vegum Fair Pay Innovation Lab (FPI) í Berlín. PayAnalytics, sem gerir útbreiddasta jafnlaunahugbúnað á Íslandi, er samstarfsaðili FPI í verkefninu. Stærsta fyrirtækið sem tekur þátt í verkefninu er tryggingarfyrirtækið Allianz í Þýskalandi en það minnsta er markaðsstofan Rheingans Digital Enabler, þar sem starfsfólk telur einungis nokkra tugi.

Lúvísa Sigurðardóttir, verkefnastjóri jafnlaunakerfis á Landspítala, kynnir jafnlaunavegferð Landspítalans á stafrænni ráðstefnu með þátttakendum í nýju alþjóðlegu jafnlaunavottuninni.

Jafnlaunavottunina ber nafnið ​Universal Fair Pay Check​ (UFPC) og byggir meðal annars á íslensku löggjöfinni auk löggjafar sem reynst hefur vel annarsstaðar, svo sem í Sviss, á Spáni og á Bretlandi. Markmið vottunarinnar er að hraða breytingum í átt að útrýmingu launabila.

UFPC​ vottunin byggir á þremur skrefum. Fyrsta skrefið, líkt og þekkist hér á landi, er greiningarvinna. Fyrirtækið flokkar og greinir gögnin sín til að finna út hvert launabilið sé. Annað skrefið snýr að gerð áætlana og markmiða um að minnka launabilið og að lokum eyða því. Síðasta skrefið sem þarf stöðugt að viðhalda er svo að gerast leiðtogi og fyrirmynd annara fyrirtækja á jafnlaunavegferðinni.

​Það er okkur mikill heiður, og jafnframt viðurkenning á gæðum lausnarinnar okkar að FPI hafi valið okkur sem samstarfsaðila í þessu verkefni. Það má segja að við séum farin að flytja út jafnréttismálin. Við erum líka sérstaklega stolt af nýjustu útgáfu lausnarinnar sem styður nú við fjölbreytta skilgreiningu kyns og notkun hvaða lýðfræðilegu þátta sem er, því jafnrétti stoppar ekki við kyn.
— segir Margrét V. Bjarnadóttir stofnandi PayAnalytics.

Á upphafsráðstefnu UFPC í vikunni talaði Lúvísa Sigurðardóttir verkefnastjóri jafnlaunakerfis Landspítala ásamt Marcus Priest yfirmanni launamála hjá lyfjarisanum Novartis. Lúvísa lagði áherslu á að það væri mikilvægt að byrja að taka fyrstu skrefin í átt að því að loka launabilinu, sama hvar vinnustaðurinn væri staddur. Hún fór yfir að brautin væri ekki bein heldur full af beygjum og óvæntum uppákomum og því væri mikilvægt að fá alla á vinnustaðnum með í verkefnið. Niðurstaðan væri svo alltaf betri og sanngjarnara vinnuumhverfi. Marcus lagði svo áherslu á mikilvægi gagnsæis og þjálfun stjórnenda.

Víðir Ragnarsson, verkefnisstjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, mun svo halda námskeið til að hjálpa þátttakendunum í UFPC að taka fyrstu og réttu skrefin.

Hér eru loks tilvitnanir í tvo aðra leiðtoga innan þeirra fyrirtækja sem er þátttakendur eru í verkefninu:

Allianz does not allow any differences in pay for men and women in comparable roles. Salaries are therefore checked very carefully and adjusted. For us, the focus is on bringing more women into management roles and into better-paid positions. This is why we specifically promote female talent and use the precise analysis provided by the UNIVERSAL FAIR PAY CHECK to identify additional measures.
— Kathrin Janicke, Head of Rewards & Performance, Allianz Deutschland AG
It is inconceivable to me how organisations can still tolerate a gender pay gap in 2020. To bring about the long overdue change, we must no longer ignore the bad state of affairs, but clearly call it out. For me, arguing for transparency and closing all pay gaps make perfect sense.
— Lasse Rheingans, CEO/ Founder, Rheingans Digital Enabler

Verkefnið er þegar farið að vekja athygli eins og sjá má í þessari umfjöllun hjá Handelsblatt.


Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Pay Equity: The Ultimate Guide
Grein

Pay Equity: The Ultimate Guide

Learn about pay equity, why it’s important, where the pay gap comes from, how companies can start closing it, and much more. We continually update this page with fresh resources.

Maryland Pay Transparency Law
Grein

Maryland Pay Transparency Law

In Maryland, the Equal Pay for Equal Work Act not only prohibits gender-based pay discrimination but also has several transparency requirements. These include providing the pay range to applicants on request and a prohibition against asking for salary history. The law also protects employees’ rights to discuss their pay.