Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Launaráðgjafinn
Launaákvarðanir með Launaráðgjafa
Launaráðgjafinn hjálpar þér að taka góðar launaákvarðanir og viðhalda launajafnrétti í nýráðningum, við stöðuhækkanir og aðrar breytingar. Launaráðgjafi PayAnalytics setur samhengi og samræmi í ákvarðanatökuna og dregur úr misræmi.

Taktu sanngjarnar launaákvarðanir
Að horfa á nýráðningar, stöðuhækkanir og launahækkanir sem einangruð tilvik getur leitt til launaójafnréttis. Þess vegna þarf að horfa á hverja og eina ákvörðun í víðara samhengi.
- Launasamanburður innanhúss
Horfðu á laun ólíkra hópa og sjáðu launatillögur í samhengi við núverandi launastrúktúr. - Launasamanburður við markað
Ef þú hefur aðgang að markaðslaunum, getur þú einnig séð launatillögur í því samhengi.

Dragðu úr ómeðvituðu misræmi
Launaráðgjafinn fjarlægir ómeðvitað misræmi úr launaákvörðunum með því að draga upp heildarmynd af því hvernig hlutlægar breytur (eins og menntun og reynsla) hafa áhrif á laun tiltekins starfsmanns og annarra í sambærilegum hlutverkum.
Hvaða laun á nýtt starfsfólk að fá?
Þegar ráða skal nýtt starfsfólk er mikilvægt að launaákvarðanir séu í samræmi við launastrúktúrinn. Þess vegna byggir Launaráðgjafinn á því launalíkani sem þú hefur byggt upp.
Til að fá tillögu að launum þarf einfaldlega að setja inn upplýsingar um þær breytur sem notaðar voru í jafnlaunagreiningunni fyrir viðkomandi starfsmann eða umsækjanda. Fyrir aukið samhengi er hægt að bera tillöguna saman við launadreifingu í einum eða fleiri hópum.





