Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Starfsmat
Samanburður ólíkra starfa
Með starfsmati getur þú borið saman ólík störf og eiginleika starfsfólks byggt á stöðluðum og hlutlausum forsendum. Með því að byggja jafnlaunagreiningar á starfsmati getur þú tryggt jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Búðu til grunn að starfsmati
Í starfsmati ákveður þú hvaða hlutlægu þættir – t.d. færni og ábyrgð– eiga að hafa áhrif á laun og skilgreinir grunn að starfsmati út frá þeim.
Til dæmis gæti einn af þáttunum í þessum grunni verið samskiptahæfni, sem væri síðan skipt niður í þrjú þrep með mismiklum kröfum.
Mat á virði starfa
Út frá grunninum metur þú hvaða þætti (og á hvaða þrepi) þarf fyrir hvert og eitt starf.
Til dæmis gæti starf í skrifstofumóttöku krafist samskiptahæfni á þriðja þrepi en aðeins greiningarfærni á fyrsta þrepi.
Jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf
Þegar þú hefur metið öll störf getur þú tengt starfsmatið við starfsmannagögn og keyrt jafnlaunagreiningar með áherslu á jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.
Hvaða leið hentar þér?
Þú getur farið þrjár leiðir til að búa til grunn að starfsmati í PayAnalytics.

Innbyggð sniðmát
Notaðu innbyggðu sniðmátin okkar eða aðlagaðu þau svo þau mæti þínum þörfum. Í þeim má finna lykilþætti eins og ábyrgð, menntun, hæfni og vinnuframlag.

Lestu inn Excel-skrár
Áttu grunn að starfsmati í Excel? Lestu inn starfsmatsgögnin í PayAnalytics-hugbúnaðinn og haltu vinnunni áfram.

Byrja frá grunni
Starfsmatið leiðbeinir þér skref fyrir skref í gegnum ferlið við að skilgreina þá þætti sem þú vilt nota sem grunn að þínu starfsmatskerfi.
Gagnlegt efni





