Til að gera jafnlaunagreiningu þarftu lista yfir alla starfsmenn hjá fyrirtækinu þínu. Það er nóg að hafa eftirfarandi upplýsingar til að keyra fyrstu greininguna:
Hægt er að nota hvaða aðra breytu sem er þegar greining er keyrð, t.d. fjölda vinnustunda, menntunarkröfu, starfsreynslu eða fjölda undirmanna.
Þegar búið er að keyra fyrstu greininguna er svo hægt að meta hvort það sé skynsamlegt að safna meiri gögnum.
Já, við erum með Vefþjónustu (API) sem hægt er að nota til að senda gögnin beint inn í kerfið úr öðrum hugbúnaði.
Já þú getur unnið með gagnasett í hvaða gjaldmiðli sem er. Ef þú vilt vinna með marga gjaldmiðla, getur þú skilgreint gengi þeirra í kerfinu. Þá getur þú auðveldlega skoðað gagnasett og unnið með niðurstöður greininga í þeim gjaldmiðlum, óháð því hvaða gjaldmiðli (eða gjaldmiðlum) upprunalegu gögnin eru í.
Já, PayAnalytics styður við jöfn laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir sambærileg störf.
Hugbúnaðurinn er seldur í áskrift og verðið fer eftir fjölda starfsmanna. Það er auðvelt að gerast áskrifandi og byrja. Sendu línu á payanalytics@payanalytics.is til að fá verðtilboð.
Við höfum það að leiðarljósi að gera kerfið okkar eins notendavænt og kostur er. Flestir notendur eru farnir að keyra greiningar á innan við klukkustund. Handbók kerfisins er innbyggð í kerfið og inniheldur myndbönd og textalýsingar á því hvernig nota skal hugbúnaðinn. Handbókin inniheldur líka gagnlegar ábendingar um túlkun niðurstaðna.
Stofnað er sérstakt svæði í gagnagrunni fyrir hvern viðskiptavin. Gögn viðskiptavina eru geymd á því markaðssvæði sem óskað er eftir en sem stendur erum við með gagnagrunna í Evrópu og Bandaríkjunum. Geymsla gagna uppfyllir reglur og lög sem gilda á því svæði sem við á hverju sinni.
Já.
Já.
Þú skráir þig inn í PayAnalytics í vafranum þínum. Flestir eru með launagögnin sem á að greina í Excel skrá og henni er einfaldlega hlaðið inn. Einnig er mögulegt að tengja forritið beint við launakerfi (s.s. Kjarna). Hugbúnaðurinn umbreytir gögnunum í skýrslur og gröf sem lýsa þínum launastrúktur. Í framhaldinu er hægt að keyra greiningar á launagögnunum eftir þörfum og útbúa sérsniðnar skýrslur.
Við stefnum að því að gera launagreiningar aðgengilegar öllum, óháð stærð. Ákveðin virkni í hugbúnaðinum mun þó ekki gagnast fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn að fullu.
Já. Við bjóðum upp á ráðgjöf fyrir nýja viðskiptavini. Í upphafi getur reynst gagnlegt að fara yfir þau gögn sem liggja fyrir og skoða hvernig best sé að setja þau upp. Í framhaldinu er farið yfir hvernig jafnlaunagreining er keyrð, hvernig lesið er úr niðurstöðunum og hvaða skref sé best að taka í framhaldinu til að loka launabilinu.
Það er auðvelt og fljótlegt að byrja að nota PayAnalytics. Sendu okkur póst á payanalytics@payanalytics.is eða skrifaðu okkur gegnum fyrirspurnarformið okkar og við tökum næstu skref saman.
Já, PayAnalytics styður við jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Einn hluti PayAnalytics er Starfsmat en þar geta notendur metið virði starfa byggt á stöðluðum og hlutlausum forsendum. Með Launakortlagningu er svo auðveldlega hægt að bera saman laun fyrir störf með sambærilegt virði, jafnvel þótt störfin geti í eðli sínu verið ólík.
Nei, áskriftin setur ekki takmörk á fjölda notenda.
Hægt er að hlaða upp Excel skrá, .csv skrá eða nota vefþjónustu til að tengjast mannauðs- og launakerfum.
Já.