This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

PayAnalytics Graphical Screen Element

Hugbúnaður sem gerir
launagreiningar og lokar
launabilum.

Sanngirni og samfélagsleg ábyrgð.

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir mannauðsstjórum og stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur.

PayAnalytics Graphical Screen Element
PayAnalytics trust badge graphical element

Ánægðir viðskiptavinir Þetta eru bara nokkrir af þeim fjölmörgu samstarfsaðilum og fyrirtækjum sem eru að loka launabilinu

PayAnalytics hugbúnaðurinn er notaður af fjölmörgum fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hluti af stjórnkerfi sem styður við faglegar launaákvarðanir. Notkun PayAnalytics er ekki einskorðuð við einstaka atvinnugeira og núverandi viðskiptavinir okkar starfa meðal annars innan fjármála, trygginga,lífvísinda og lyfja, orku, framleiðslu, ráðgjafar, upplýsingatækni og smásölu. Lausnin gagnast því bæði þeim sem eru á leið í jafnlaunavottun og ekki síður þeim sem eru að viðhalda vottuninni.

 • Ístak
 • Lyfja
 • Sýn
 • IKEA
 • Reykjavík Energy
 • Securitas
 • Landspítali
 • Reykjanesbær
 • Attentus
 • Icelandair
 • Allianz Logo
 • VÍS
 • Alvotech
 • Mannvit
 • Axa
 • Merki RÚV
 • Sorpa
 • Hekla
 • Eimskip

PayAnalytics gerir okkur kleift að greina hversu mikil áhrif t.d. yfirvinna, viðvera, starfsmatsþættir eða persónulegir matsþættir hafa á launamyndun fyrirtækisins. Kerfið er sveigjanlegt eftir áherslum í fyrirtækinu, gefur út nákvæmar leiðbeiningar hvernig má minnka launamun og reiknar út kostnaðinn við þessar aðgerðir. Við munum nýta kerfið til þess að gera reglulegar greiningar með litlum tilkostnaði sem mun skila okkur minni vinnu við rýni stjórnenda og næstu úttekt ásamt því að stuðla að launajafnvægi.

Reynsla okkar hjá Ístaki af PayAnalytics er mjög góð enda er hugbúnaðurinn auðveldur í notkun og þegar einhverjar spurningar vakna fást svör við þeim um leið.

Launaviðtölin urðu svo miklu þægilegri eftir að við byrjuðum að nota lausn PayAnalytics. Undirbúningur fyrir launaviðtölin tekur enga stund og við erum með uppfærða yfirsýn yfir alla starfsmenn sem hafa svipaðar starfsskyldur við hendina hvenær sem er. Starfsmenn okkar vita líka að ákvarðanirnar eru teknar með öguðum hætti og að launin eru sanngjörn samanborið við samstarfsfélaga þeirra.

PayAnalytics er eini hugbúnaðurinn sem ég hef notað sem gerir allt sem var lofað og svo miklu miklu meira.

Hildur Þórisdóttir - Mannauðsstjóri Lyfju

Hildur Þórisdóttir

Mannauðsstjóri Lyfju

Samstarfið við PayAnalytics mun auðvelda okkur ferlið að jafnlaunavottuninni. Við getum núna með auðveldum hætti haldið utan um launagreiningar og launaákvarðanir verða markvissari þar sem þær verða alltaf teknar út frá nýjustu upplýsingum.

Við vorum alltaf að horfa í baksýnisspegilinn með því að rýna í gömul gögn og þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hafði margt breyst innan fyrirtækisins. Því var óljóst hvernig við ættum að laga þetta [launabilið]. Þess vegna leituðum við að lausn sem sýndi stöðuna í rauntíma og gerði okkur kleift að máta framvirkt mögulegar launaákvarðanir.

Með PayAnalytics má með einföldum hætti skoða áhrif nýráðninga, tilfærslna og launahækkana á launabilið. Þannig verður hver launaákvörðun agaðri og tryggt verður að sömu laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf, burtséð frá því hver gegnir starfinu.

PayAnalytics í hnotskurn

PayAnalytics keyrir í vafranum þínum og það er enginn innleiðingarkostnaður. Hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja, er notað í dag hjá fyrirtækjum með allt frá 40 starfsmönnum til yfir 100 þúsund starfsmanna. Er notað af mannauðsstjórnendum og ráðgjöfum til launagreininga fyrir meira en 20% starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.

 • Reiknaðu launabil milli kynja eða annarra lýðfræðilegra hópa (t.d. eftir þjóðerni), eftir að hafa tekið tillit til þátta sem eiga að hafa áhrif á laun eins og starfahópur, frammistaða, menntun og reynsla.
 • Greinir launamun vegna fjölþættrar mismununar (e. intersectionality), þ.e. mismunun sem fólk verður fyrir ef það tilheyrir fleiri en einum hópi sem mismunað er gegn.
 • Kerfið styður við hvaða kyn sem er, ekki bara karla og konur.
 • Sýnir þér hvar vandamálin liggja og kemur með lausnir.
 • Leggur til hvaða starfsfólk eigi að fá launahækkun og hversu mikla til að loka launabilinu.
 • Sýnir þér hvað það muni kosta að loka launabilinu.
 • Styður við góða ákvarðanatöku.
 • Leggur til laun fyrir nýtt starfsfólk og starfsfólk sem er að færast til í starfi.
 • Sýnir þér hvaða áhrif launabreyting sem verið er að skoða muni hafa á launabilið.
 • Myndræn framsetning launagagna einfaldar ákvarðanatöku.
 • Hægt er að velja starfsmann og fá lista af sambærilegu starfsfólki með einum smelli.
 • Gerir þér kleift að skoða hvað hefur breyst á milli mánaða, ára, jafnlaunagreininga, eða hvaða tveggja gagnasetta sem er.
 • Hugbúnaðurinn gerir þér auðvelt með að uppfylla Evróputilskipun um gagnsæi í launum.
 • Kerfið sýnir þér jafnréttisvísa sem hjálpa til við að greina jafnrétti á vinnustaðnum frá ýmsum sjónarhornum, ekki bara út frá launum.
 • Nánar um hugbúnaðinn

Lokum launabilum um allan heim

Það er ekki tilviljun að PayAnalytics var stofnað á Íslandi enda hefur Ísland verið leiðtogi á heimsmælikvarða þegar það kemur að jafnlaunamálum. Atvinnurekendur rúmlega fjórðungs af íslensku atvinnulífi nota hugbúnað PayAnalytics til að greina laun og loka launabilum. Með hjálp PayAnalytics eru fyrirtæki, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrar stofnanir að ná góðum árangri í jafnrétti launa um heim allan. PayAnalytics er alþjóðleg lausn sem aðlagast að öllum helstu reglugerðum og gerir notendum auðvelt að uppfylla kröfur um skýrslugjöf á hverju svæði fyrir sig. Kerfið styður helstu aðferðir sem notaðar eru fyrir jafnrétti í launum, þar með talið jöfn laun fyrir sömu störf, jöfn laun fyrir sambærileg störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?
Greining og ráðleggingar

Hvaða skref þarf að taka til að loka launabilinu?

PayAnalytics reiknar launabil kynjanna og segir nákvæmlega hvernig sé best að loka því með tilliti til sanngirni og kostnaðar. Hugbúnaðurinn greinir hvaða starfsmenn eru að valda launabilinu og mælir með þeir séu hækkaðir fyrst. Með því að hækka rétt starfsfólk sérstaklega er hægt að loka launabilinu af sanngirni og á sem hagkvæmastan máta.

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins
Betri yfirsýn

Yfirlit yfir launastrúktúr fyrirtækisins

PayAnalytics mælir launabilið með aðhvarfsgreiningu, birtir niðurstöður mælinga og sýnir myndrænt hvernig laun dreifast eftir stöðu innan fyrirtækis, kyni eða öðrum þáttum.

Niðurstöðurnar sem PayAnalytics birtir, gera þér kleift að sjá þá einstaklinga sem valda launabilinu, hjálpar þér að finna þá starfsmenn sem standa út úr og benda þér á leiðir til að fá launastrúktúrinn í takt við stefnu fyrirtækisins.

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?
Rauntímaupplýsingar

Hvernig heldurðu launabilinu lokuðu?

Þegar verið er að ráða nýtt starfsfólk, flytja starfsfólk til í starfi eða velta fyrir sér launahækkunum sýnir PayAnalytics nákvæmlega áhrifin sem ákvarðanirnar hafa áður en þær eru teknar. Og þegar kjarasamningsbundnar hækkanir koma til framkvæmda er hægt að sjá um leið hvaða áhrif þær hafa á launabilið og hvort grípa þurfi til aðgerða vegna þeirra.

Keyrir í vafranum þínum
Öryggi og uppsetning

Keyrir í vafranum þínum

PayAnalytics er skýjalausn sem keyrir í vafranum þínum og þú getur byrjað að nota strax. Það er enginn innleiðingarkostnaður. Öryggi gagna er forgangsmál hjá okkur og við fylgjum ströngum innri ferlum til að tryggja það.

Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.