
PayAnalytics hugbúnaðurinn er notaður af fjölmörgum fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hluti af stjórnkerfi sem styður við faglegar launaákvarðanir. Notkun PayAnalytics er ekki einskorðuð við einstaka atvinnugeira og núverandi viðskiptavinir okkar starfa meðal annars innan fjármála, trygginga,lífvísinda og lyfja, orku, framleiðslu, ráðgjafar, upplýsingatækni og smásölu. Lausnin gagnast því bæði þeim sem eru á leið í jafnlaunavottun og ekki síður þeim sem eru að viðhalda vottuninni.
PayAnalytics keyrir í vafranum þínum og það er enginn innleiðingarkostnaður. Hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja, er notað í dag hjá fyrirtækjum með allt frá 40 starfsmönnum til yfir 100 þúsund starfsmanna. Er notað af mannauðsstjórnendum og ráðgjöfum til launagreininga fyrir meira en 20% starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.
PayAnalytics reiknar launabil kynjanna og segir nákvæmlega hvernig sé best að loka því með tilliti til sanngirni og kostnaðar. Hugbúnaðurinn greinir hvaða starfsmenn eru að valda launabilinu og mælir með þeir séu hækkaðir fyrst. Með því að hækka rétt starfsfólk sérstaklega er hægt að loka launabilinu af sanngirni og á sem hagkvæmastan máta.
PayAnalytics mælir launabilið með aðhvarfsgreiningu, birtir niðurstöður mælinga og sýnir myndrænt hvernig laun dreifast eftir stöðu innan fyrirtækis, kyni eða öðrum þáttum.
Niðurstöðurnar sem PayAnalytics birtir, gera þér kleift að sjá þá einstaklinga sem valda launabilinu, hjálpar þér að finna þá starfsmenn sem standa út úr og benda þér á leiðir til að fá launastrúktúrinn í takt við stefnu fyrirtækisins.
Þegar verið er að ráða nýtt starfsfólk, flytja starfsfólk til í starfi eða velta fyrir sér launahækkunum sýnir PayAnalytics nákvæmlega áhrifin sem ákvarðanirnar hafa áður en þær eru teknar. Og þegar kjarasamningsbundnar hækkanir koma til framkvæmda er hægt að sjá um leið hvaða áhrif þær hafa á launabilið og hvort grípa þurfi til aðgerða vegna þeirra.
PayAnalytics er skýjalausn sem keyrir í vafranum þínum og þú getur byrjað að nota strax. Það er enginn innleiðingarkostnaður. Öryggi gagna er forgangsmál hjá okkur og við fylgjum ströngum innri ferlum til að tryggja það.
Í september 2020 hlaut Margrét Bjarnadóttir stjórnarformaður PayAnalytics tilnefningu sem Diversity leader of the year hjá Nordic Women in Tech Awards. Margrét vann einnig fyrstu verðlaun GlobalWIIN (Global Women Inventors and Innovators Awards) árið 2019 fyrir PayAnalytics lausnina og voru verðlaunin afhent í London. Í apríl 2019 vann PayAnalytics hin virtu Wharton People Analytics Conference Startup competition keppni fyrir sprotafyrirtæki. PayAnalytics var árið 2018 valið besti nýliðinn (e. Best Newcomer) og besti samfélagsáhrifasprotinn (e. Best Social Impact Startup) í Íslandskeppni Nordic Startup Awards. PayAnalytics sigraði Gulleggið árið 2016, en Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. PayAnalytics er stutt af Tækniþróunarsjóði.
Á fréttasíðu PayAnalytics er að finna fréttir tengdar PayAnalytics, vísanir í fréttir þar sem fyrirtækið kemur við sögu og annað tengt efni. Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Twitter, LinkedIn, Instagram og Facebook. Við erum sömuleiðis með fréttabréf sem sendir út fréttir tengdar starfsemi PayAnalytics við og við.
Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.