Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Hækkunartillögur
Að loka launabilinu
Eftir að búið er að mæla launabilið er næsta skref að loka því. PayAnalytics gefur þér sérsniðnar tillögur um hvernig hægt sé að loka launabilinu byggt á þínum þörfum.

Sérsniðnar tillögur að launahækkunum
PayAnalytics notar niðurstöður launagreininga til að gefa tillögur um hvernig hægt sé að minnka eða loka launabilinu. Tillögurnar byggja á þínum áherslum og því fjármagni sem þú hefur til ráðstöfunar.
Atriði sem þarf að hafa í huga
Áður en þú hefst handa við lokun launabilsins þarf að hafa ýmsilegt í huga:
- Á að loka launabilinu strax eða í skrefum?
- Hvernig er fjárhagsáætlunin og hver er mesta launahækkunin sem þú getur boðið?
- Eiga ákveðnir starfsmenn ekki að fá launahækkanir?
- Viltu stefna að sanngirni eða hagkvæmni við úthlutun launahækkana?
- Á að loka heildarlaunabili fyrirtækisins, eða á að jafna kjör innan hvers starfaflokks fyrir sig?
- Á að loka öllum leiðréttum launabilum eða einbeita sér að ákveðnum lýðfræðihópum?
- Viltu hækka laun einstakra útlaga í launastrúktúrnum?
Áhrif launahækkana
Myndræn framsetning gerir það auðvelt að skilja áhrif launahækkana. Þú getur auðveldlega prófað ólíkar áherslur og fengið aðrar tillögur á svipstundu.
Hver er kostnaðurinn við að loka launabilinu?
PayAnalytics sýnir kostnaðinn við að loka launabilinu á skýran hátt. Þú getur séð hversu langt þú kemst með núverandi fjármagn, en einnig séð hver væri heildarkostnaður við að loka launabilinu að fullu.
Áreiðanlegar kostnaðarspár
Áreiðanlegar kostnaðarspár PayAnalytics geta hjálpað til við ákvarðanatöku á öllum sviðum rekstrarins. Þær hjálpa mannauðsstjórum að skipuleggja fjárhagsáætlun og ráðstafa fjármunum fram í tímann.
Gagnlegt efni





