Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Jafnréttisvísar
Innsýn í dreifingu og fjölbreytileika vinnustaðarins
Jafnréttisvísar PayAnalytics hjálpa þér að skoða dreifingu starfsfólks og auka jafnrétti og fjölbreytni innan ólíkra hópa vinnustaðarins. Þú öðlast skilning á hvernig starfsmannahópurinn er að breytast og færð innsýn í hvar möguleg vandamál gætu legið.

Fjölbreytni í starfsmannahópnum
Skoðaðu fjölbreytileika starfsfólks út frá mismunandi sjónarhornum. PayAnalytics veitir þér allar upplýsingar sem þarf til að skilja hvernig þú getur aukið fjölbreytni og jafnrétti á áhrifaríkan hátt.
Samsetning starfsmannahóps
Samsetning starfsmannahópsins sýnir núverandi stöðu fjölbreytileika, þar á meðal fjölbreytni innan mismunandi hópa og þvert á launastrúktúrinn. Hægt er að bera saman laun þvert á lýðfræðilega hópa, skoðað eftir meðaltali og miðgildi.

Ráðningar og starfslok
Ráðningar og starfslok sýna breytingar á starfsmannahópnum og hvernig það hefur áhrif á fjölbreytileika hópsins. Skoðaðu hvort þurfi að leggja aðrar áherslur í ráðningum til að tryggja fjölbreytileika, og hvort þú finnir mynstur í starfslokum– þá gæti þurft að endurskoða vinnustaðarmenninguna.

Tilfærslur
Tilfærslur sýna hvernig stöðuhækkanir, aðrar tilfærslur og launahækkanir dreifast á milli starfsfólks og undirstrikar ójöfnuð. Tryggðu jöfn tækifæri á vinnustaðnum og gakktu úr skugga um að þú metir alla starfsmenn sanngjarnan hátt.

Gagnlegt efni





