This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Fréttatilkynning

Landspítali notar hugbúnað PayAnalytics til að vinna gegn launamun kynjanna

Landspítali hefur skrifað undir samning við PayAnalytics um notkun á hugbúnaði þess við jafnlaunagreiningar spítalans. Hugbúnaðarlausn PayAnalytics er notuð af fjölmörgum fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum til að styðja við faglegar launaákvarðanir.

Hugbúnaðurinn greinir launamun kynjanna, leggur til leiðir til úrbóta, og reiknar út kostnaðinn við leiðirnar þannig að hægt sé að skipuleggja aðgerðir til að eyða launabilinu. Einnig leggur hugbúnaðurinn til laun fyrir nýja starfsmenn og starfsmenn sem flytjast til í starfi, til að tryggja áður en ákvarðanir eru teknar að þær séu sanngjarnar og að ómeðvituð hlutdrægni ýti ekki launamuninum upp. Landspítali stefnir að jafnlaunavottun fyrir árslok og mun fylgjast náið með launamun kynjanna í framhaldinu. Samstarfið við PayAnalytics auðveldar þá vinnu.

Samningurinn við Landspítala er þýðingarmikill fyrir PayAnalytics, bæði vegna þess að stærsti vinnustaður landsins sér sér hag í að taka lausnina okkar í notkun en ekki síst vegna metnaðarins sem við sjáum þau leggja í að útrýma kynbundnum launamun. PayAnalytics var stofnað til að bregðast við þörf fyrirtækja sem vildu draga úr launamun en vantaði tól til að gera það með sanngjörnum og hagkvæmum hætti. Það hefur sýnt sig að góður ásetningur dugar ekki einn og sér, heldur þarf að beita markvissum gagnadrifnum aðferðum til útrýma launamuninum.

segir Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri PayAnalytics.

Samstarfið við PayAnalytics mun auðvelda okkur ferlið að jafnlaunavottuninni. Við getum núna með auðveldum hætti haldið utan um launagreiningar og launaákvarðanir verða markvissari þar sem þær verða alltaf teknar út frá nýjustu upplýsingum.

segir Lúvísa Sigurðardóttir, verkefnastjóri jafnlaunakerfis spítalans.


Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Hvað felst í jafnlaunavottun?
Grein

Hvað felst í jafnlaunavottun?

Jafnréttislögin kveða á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa sé skylt að öðlast jafnlaunavottun. Tilgangur þessara laga og ákvæða um jafnlaunavottun er að styðja við launajafnrétti og draga úr kynbundnum launamun.

Ný tilskipun ESB um launagagnsæi
Grein

Ný tilskipun ESB um launagagnsæi

Vorið 2023 samþykkti ESB nýja tilskipun um launagagnsæi. Aðildarríki þess þurfa að leiða hana í lög fyrir mitt ár 2026. Tilskipunin mun einnig eiga við Ísland vegna aðildar okkar að EES. Tilgangurinn er að tryggja jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, óháð kyni.

Aftur á fréttasíðu