This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Fréttatilkynning

Samstarf Markaðslauna PwC og PayAnalytics

PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC) og PayAnalytics ehf. hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem snýr að aðgengi niðurstaðna Markaðslauna PwC í kerfi PayAnalytics.

Hafsteinn Már Einarsson (PwC) og Guðrún Þorgeirsdóttir (PayAnalytics).

Samningurinn var undirritaður sl. föstudag á Mannauðsdeginum í Hörpu af Hafsteini Má Einarssyni stjórnanda Markaðslauna PwC og Guðrúnu Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá PayAnalytics.

Samstarfið veitir fyrirtækjum sem eru notendur PayAnalytics og jafnframt kaupendur að Markaðslaunum PwC möguleikann að fá afhenta sérsniðna gagnaskrá frá PwC með niðurstöðum Markaðslauna sem hægt er að hlaða upp í PayAnalytics.

Samstarfið felur í sér aukna þjónustu og notkunarmöguleika fyrir sameiginlega viðskiptavini Markaðslauna PwC og PayAnalytics.

Um Markaðslaun PwC

Árlega gerir PwC könnun og skýrslu um markaðslaun á Íslandi. Skýrslan byggir á launaupplýsingum 15-20 þúsund launþega á Íslandi eða um 10% vinnuafls á markaðinum. Í skýrslunni eru sett fram markaðslaun fyrir meira en 150 ólíkar tegundir starfa, þ.m.t. stjórnendastörf, sérfræði- og tæknistörf, skrifstofustörf, sölu- og þjónustustörf, iðnaðarstörf, fiskiðnaðarstörf, vélgæslustörf og ósérhæfð störf. Áreiðanleiki skýrslunnar er ótvíræður þar sem gögnin byggja á upplýsingum úr launakerfum þátttökufyrirtækja.

Um PayAnalytics

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem auðveldar fyrirtækjum að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Auðvelt er að greina áhrif einstakra breytinga á launabilið vegna nýráðninga, tilfærslna í starfi og launabreytinga, áður en ákvörðun er tekin.

Hugbúnaðurinn gerir auk þess tillögur að launum fyrir nýtt starfsfólk og starfsfólk sem fer í ný störf. PayAnalytics er í dag notað til að greina laun um 25% allra sem starfa á Íslandi.


Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Pay Equity: The Ultimate Guide
Grein

Pay Equity: The Ultimate Guide

Learn about pay equity, why it’s important, where the pay gap comes from, how companies can start closing it, and much more. We continually update this page with fresh resources.

Maryland Pay Transparency Law
Grein

Maryland Pay Transparency Law

In Maryland, the Equal Pay for Equal Work Act not only prohibits gender-based pay discrimination but also has several transparency requirements. These include providing the pay range to applicants on request and a prohibition against asking for salary history. The law also protects employees’ rights to discuss their pay.