This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Grein

Vörður hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021

Það gleður okkur hjá PayAnalytics alltaf sérstaklega að fá fréttir af framúrskarandi árangri viðskiptavina. Á dögunum hlaut tryggingafélagið Vörður Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti. Verðlaunin eru veitt árlega til fyrirtækis sem stendur sig vel þegar kemur að jafnréttismálum og veitir öðrum innblástur til að gera slíkt hið sama. Við óskum starfsfólki Varðar innilega til hamingju með árangurinn.

Við erum að springa úr hamingju yfir þessu. Við erum stolt, við erum auðmjúk, við erum þakklát Samtökum atvinnulífsins og Háskólanum fyrir að veita þessi verðlaun. Þau eru ótrúleg hvatning. Við erum hvergi nærri hætt. Þetta er í erfðaefninu okkar og bæði í vatns- og kaffivélinni á okkar vinnustað. Við höldum áfram veginn ötul. Það er fullt af tækifærum.
— Harpa Víðisdóttir, Mannauðsstjóri hjá Verði.

Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Aftur á fréttasíðu