This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Grein

Viðurkenningarathöfn vegna alþjóðlegrar jafnlaunavottunar

Þann 17. mars nk. verða í fyrsta sinn í sögunni veitt verðlaun fyrir árangur í alþjóðlegri jafnlaunavottun, Universal Fair Pay Check. Þessi alþjóðlega vottun felur í sér að árangur í jafnlaunamálum er borinn saman á samræmdan hátt milli fyrirtækja í ólíkum löndum.

Tvö íslensk fyrirtæki munu fá sérstök verðlaun fyrir árangur sinn í jafnlaunamálum, Landspítalinn og Orkuveita Reykjavíkur. Bæði fyrirtækin hafa nýtt sér lausn PayAnalytics við að útrýma kynbundnum launamun.

Ráðherra vinnumarkaðsmála í Þýskalandi sem er verndari vottunarinnar í Þýskalandi mun opna athöfnina með ávarpi. Auk stuttra ávarpa frá verðlaunahöfunum mun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, einn af stofnendum PayAnalytics taka þátt í hringborðsumræðum.

Við hvetjum öll til að skrá sig á þennan viðburð þar sem kynnast má þeim alþjóðlegu viðmiðum sem notuð eru til þess að bera saman árangur í jafnlaunamálum. Hægt er að skrá sig með því smella á þennan hlekk.


Skráðu þig á póstlistann okkar
Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann okkar

Við sendum við og við út tölvupósta sem innihalda fréttir af starfseminni, áhugaverðar greinar um jafnlaunamál og tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði PayAnalytics.

Aftur á fréttasíðu