This website requires JavaScript.

Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

PayAnalytics

Um fyrirtækið

Lausn PayAnalytics spratt upp úr þörf hjá stóru fyrirtæki, sem hafði komist að því að hjá því væri verulegur launamunur. Fyrirtækið einsetti sér að ná launamuninum niður en ári síðar þegar mæling var gerð aftur kom í ljós að enginn breyting hafði orðið á. Fyrirtækið komst því að þeirri niðurstöðu að góður ásetningur væri ekki nóg og að beita þyrfti markvissum gagnadrifnum aðferðum. PayAnalytics er svarið við því. Við bjóðum upp á greiningartól fyrir launagögn sem hjálpa fyrirtækjum að mæla og í framhaldinu loka sínu launabili.

Stofnendur

Tveir af stofnendum PayAnalytics eru Dr. David Anderson og Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir sem bæði hafa mikla reynslu af aðgerðagreiningu, ráðgjöf í greiningu gagna og notkun reiknilíkana. Samanlagt hafa þau 10 ára reynslu í ráðgjöf og þriggja ára reynslu í hugbúnaðargerð. Sem prófessorar í viðskiptaháskólum er algengt að þurfa að fara yfir flóknar greiningar með fólki sem hefur ekki endilega tæknibakgrunn. Þau hafa birt fjöldan allan af greinum á ýmsum sviðum.

Stjórnendur

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir - Stofnandi

Stofnandi

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir

Margrét hefur leitt PayAnalytics frá því að hún fékk hugmyndina, vinnur að tækniþróun og stjórnar samskiptum við viðskiptavini. Margrét er með próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf í aðgerðargreiningu frá MIT og er dósent við Viðskiptaháskólann University of Maryland. Margrét Vilborg var ein af tíu sem voru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2017 og hlaut aðalverðlaun Global Women Inventors & Innovators Network í júní 2019 fyrir starf sitt með PayAnalytics. Árið 2019 var Margrét valin Háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna.

Dr. David Anderson - Stofnandi og stjórnarmaður

Stofnandi og stjórnarmaður

Dr. David Anderson

David Andersson sér um að algrímar PayAnalytics séu þeir bestu á markaðinum og keyri hratt og örugglega í bakenda lausnarinnar. David er með doktorspróf frá Viðskiptaháskólanum við University of Maryland, og er núna lektor við Villanova University í Pennsylvaníu.

Sigurjón Pálsson - Stofnandi og framkvæmdastjóri

Stofnandi og framkvæmdastjóri

Sigurjón Pálsson

Sigurjón var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs í Arion banka 2011 til 2017. Hann bar þannig ábyrgð á mannauðsmálum bankans þegar bankinn innleiddi fyrstur stórra fyrirtækja á Íslandi jafnlaunastaðalinn árið 2015 og fékk vottun. Sigurjón er verkfræðingur frá HÍ og með tvö meistarapróf, annars vegar í stjórnun frá KTH og hins vegar í lógistík frá MIT.

Guðrún Þorgeirsdóttir - Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Guðrún Þorgeirsdóttir

Guðrún Þorgeirsdóttir var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Skeljungi frá 2013 til 2014 og framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá 2014 til 2016. Guðrún hefur reynslu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar og sem fjárfestingarstjóri og er löggiltur verðbréfamiðlari. Guðrún er reyndur stjórnarmaður og hefur gegnt stjórnarstörfum í tryggingarfélögum, fjármálafyrirtækjum og verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Guðrún er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá HEC School of Management í Frakklandi.

Garðar Hauksson - Stofnandi og tæknistjóri

Stofnandi og tæknistjóri

Garðar Hauksson

Garðar Hauksson er stofnandi og tæknistjóri PayAnalytics. Garðar er með yfirgripsmikla reynslu af þróun og umsjón með hugbúnaðarverkefnum og hefur unnið að þróun hugbúnaðar hjá Google, bakendaþjónustum hjá dohop.com, snjallsímaforritun hjá Gangverki sem hann var meðstofnandi að og að lækningahugbúnaði hjá Nox Medical. Garðar er með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í rafmagnsverkfræði og M.Sc. gráðu í sama fagi frá Boston University.

Ásgeir Kroyer - Framkvæmdastjóri fjármála

Framkvæmdastjóri fjármála

Ásgeir Kroyer

Ásgeir hefur víðtækan bakgrunn í tækni og fjármálum en reynsla hans spannar yfir 10 ár í tæknigeiranum og 13 ár í fjármálageiranum. Á árunum 2002 til 2007 var Ásgeir tæknistjóri Maritech International. Hann var sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka frá 2010 til 2017 og hjá Fossum Mörkuðum í Svíþjóð frá 2018 til 2020. Ásgeir er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Leópold Kristjánsson - VP Engineering Front-End

VP Engineering Front-End

Leópold Kristjánsson

Leópold er viðmótsforritari og vefhönnuður hjá PayAnalytics. Leópold er með gráðu í Arkitektúr frá TU Berlín og stundaði nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Frá árinu 2012 hefur hann starfað sem viðmótsforritari. Leópold hefur unnið að þróun notendaviðmóta fyrir ýmis kerfi í fjármála- og tryggingastarfsemi. Hann hefur líka mikla reynslu af markaðstengdum vefverkefnum fyrir fjölbreytt fyrirtæki, svo sem í raforkusölu, fjármálum, tækni, lyfjaþróun og ferðaþjónustu. Leópold hefur unnið við verkefnastýringu og stjórnun fyrir Norræna Húsið, 365 miðla, Skífuna og Iceland Airwaves.

Víðir Ragnarsson - Forstöðumaður ráðgjafar

Forstöðumaður ráðgjafar

Víðir Ragnarsson

Víðir Ragnarsson leiðir ráðgjöf í jafnlaunamálum til viðskiptavina PayAnalytics. Víðir vinnur að gerð fræðsluefnis fyrir viðskiptavini PayAnalytics, eflir tengsl og stuðning við ráðgjafastofur sem nota PayAnalytics, ásamt því að sérsníða ráðgjöf að stærri erlendum viðskiptavinum. Víðir tryggir að óskir notenda skili sér í þróun PayAnalytics ásamt því að styðja við markaðsstarf og kynningu á lausninni.

Víðir hefur yfir tíu ára reynslu frá Orkuveitu Reykjavíkur meðal annars við stýringu og uppbyggingu jafnlaunakerfis og jafnréttismála, nú síðast sem verkefnastjóri OR samstæðunnar í jafnréttismálum.

Akademískir samstarfsaðilar

David Gaddis Ross

David Gaddis Ross er Prófessor við Viðskiptaháskóla Háskólans í Flórída (University of Florida). Áður en hann gekk til liðs við Flórídaháskóla var hann lektor og dósent with Viðskiptaháskóla Colombia Háskólans í New York. Rannsóknir Dr. Ross beinast aðallega að stjórnarháttum fyrirtækja og þá sérstakleg á áhrif kyns stjórnenda á stjórnun fyrirtækja. Dr. Ross er með doktorsgráðu í hagfræði frá Stern viðskiptaháskólanum, með M.B.A. frá Wharton School of Business, og B.S. í tölvunarfræði, stærðfræði og hagfræði frá Binghamton Háskóla. Dr. Ross hefur einnig starfað sem fjármálaráðgjafi á vegum Citigroup og NatWest Securities.

Cristian Dezső

Cristian Dezső er dósent við Viðskiptaháskóla Maryland Háskóla. Rannsóknir hans beinast einkum að áhrifi kyns á stefnur fyrirtækis, laun og framgang auk afkomu. Að auki hefur hann beitt leikjafræði til að rannsaka t.d. orðspor fyrirtækja, tækniinnleiðingar og markaðsvæðingu. Dr. Dezső er með doktorsgráðu í hagfræði og alþjóðaviðskiptum frá Stern viðskiptaháskólanum, M.A. in hagfræði og B.A. í viðskiptafræði. Dr. Dezső hefur einnig starfað sem ráðgjafi, þar sem hann beitti hagfræðigreiningum á margvís viðfangsefni allt frá auðhringamyndun til flókinna lagasetninga.

PayAnalytics

Verðlaun og styrkir

  • Technology Development Fund
  • Gulleggið - Icelandic Startups
  • Wharton People Analytics Conference 2019
  • Merki Nýsköpunarverðlauna Íslands 2023
  • GWIIN - GLOBAL WOMEN INVENTORS & INNOVATORS NETWORK
  • Nordic Women in Tech Logo
  • Nordic Startup Awards